Hafðu Samband

Loka

Vinsamlega fyllið út formið:

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Skrifstofa:

Nordik lögfræðiþjónusta
Skólavörðustíg 12
101 Reykjavík

Sími: 552 5200 Bréfsími: 522 5201 nordik@nordik.is



Reyndur hópur starfsmanna og fjölþjóðlegt tengslanet tryggir viðskiptamönnum okkar framúrskarandi þjónustu í kröfuhörðu viðskiptaumhverfi nútímans.

Mark Twain

Lög stjórna minni mönnum, rétt háttsemi stjórnar þeim meiri.

0
 

Þjónusta Nordik

Hjá okkur starfa sérfræðingar í fremstu röð á sviði skatta- og félagaréttar

Vð leggjum metnað okkar í að veita fyrirtækjum og fjárfestum sérhæfða þjónustu
á þeim sviðum sem sérfræðingar okkar hafa mikla innsýn og þekkingu.
Við leggjum áherslu á að sýna fyrirhyggju og hagkvæmni í verki svo tryggja megi að ekki komi til
óþarfa útgjalda á seinni stigum, svo sem vegna greiðslu óvæntra skatta eða skaðabóta.
Með náinni samvinnu okkar starfsfólks við endurskoðendur og fjármálaráðgjafa
skerum við okkur úr með framúrskarandi og sérhæfðri lögfræðiþjónustu.

Nánar um þjónustuna

Faglegt Efni

Grein

Netþjónabú – skattalega staða

Nýverið var samþykkt breyting á tekjuskattslögum, sem miðar að því að skýra skattalega stöðu netaþjónabúa hér á landi. Í alþjóðlegum skattarétti gildir sú almenna regla að aðilar, sem afla tekna í öðru ríki geta myndað svokallaða fasta starfsstöð vegna starfsemi sinnar í því ríki. Í sinni einföldustu mynd má segja að meginreglan sé að föst starfstöð sé staður þar sem aðili aflar sér tekna, jafnvel þó að um skamman tíma kunni að vera að ræða. Þær tekjur sem aflað er í gegnum slíka fasta starfsstöð eru almennt skattskyldar í því ríki sem starfsstöðin er.

 

Nýsköpun: Kaupréttir nú raunhæfur kostur

Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á tekjuskattslögum, sem miða að því að styðja við fjármögn­un og rekst­ur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri fyr­ir­tækja í vexti. Um ýmsar breytingar er að ræða og má þar nefna, skattalega ívilnun til erlendra sérfræðinga, frádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja, skattafslátt vegna hlutabréfakaupa og síðast en ekki síst skattlagningu kauprétta, sem starfsmaður eignast samkvæmt kauprétti vegna starfa sinna fyrir annan aðila.

 

Nordik fagnar flutningum með gömlu meisturunum – þér er boðið.


Sjá fleiri

Nordik Lögfræðiþjónusta er nú samstarfsaðili (Co-Operation Partner) WTS Alliance

WTS Alliance (World Tax Services. Alliance) er alþjóðlegt net ráðgjafarfyrirtækja sem starfa í yfir 100 löndum.
WTS leggur einkum áherslu á skattamál, almenna lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Viðskiptavinir WTS eru m.a. alþjóðlegar fyrirtækjasamstæður, lítil og meðalstór fyrirtæki, sjóðir og stofnanir og einstaklingar.