Netþjónabú – skattalega staða

Nýverið var samþykkt breyting á tekjuskattslögum, sem miðar að því að skýra skattalega stöðu netaþjónabúa hér á landi. Í alþjóðlegum skattarétti gildir sú almenna regla að aðilar, sem afla tekna í öðru ríki geta myndað svokallaða fasta starfsstöð vegna starfsemi sinnar í því ríki. Í sinni einföldustu mynd má segja að meginreglan sé að föst starfstöð sé staður þar sem aðili aflar sér tekna, jafnvel þó að um skamman tíma kunni að vera að ræða. Þær tekjur sem aflað er í gegnum slíka fasta starfsstöð eru almennt skattskyldar í því ríki sem starfsstöðin er.

 
Nánar

Nýsköpun: Kaupréttir nú raunhæfur kostur

Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á tekjuskattslögum, sem miða að því að styðja við fjármögn­un og rekst­ur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri fyr­ir­tækja í vexti. Um ýmsar breytingar er að ræða og má þar nefna, skattalega ívilnun til erlendra sérfræðinga, frádrátt vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar nýsköpunarfyrirtækja, skattafslátt vegna hlutabréfakaupa og síðast en ekki síst skattlagningu kauprétta, sem starfsmaður eignast samkvæmt kauprétti vegna starfa sinna fyrir annan aðila.

 
Nánar

Nordik fagnar flutningum með gömlu meisturunum – þér er boðið.

Kerfisvillur

Við höfum gengið í gegnum það nokkrum sinnum á síðustu árum að löng venja hefur skapast í viðskiptum sem síðan hefur brostið vegna ákvarðana stjórnvalda og eftir atvikum niðurstöðum dómsmála. 

Nánar

Úrskurður yfirskattanefndar - sérstakur fjársýsluskattur

Nýlegur úrskurður yfirskattanefndar kann að hafa veruleg áhrif hjá sumum fjármálafyrirtækjum, sem sættu álagningu sérstaks fjársýsluskatts gjaldaárið 2013. 

Nánar

ÁKÆRUVALDIÐ OG „LEKAMÁL“

Bogi Nilsson, hrl., ráðgjafi á Nordik lögfræðiþjónustu og fyrrverandi ríkissaksóknari birti grein í nýútkomnu Lögmannablaði. Í greininni fjallar hann um álit umboðsmanns Alþingis í hinu svokallaða „lekamáli“.  

Nánar

Um 1. mgr. 56. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008

Bogi Nilsson hrl., fyrrverandi ríkissaksóknari, nú ráðgjafi hjá Nordik, hefur skrifað grein um ákvæði 1. mgr. 56. gr. laga um meðferð sakamála og um nýlega túlkun Hæstaréttar á ákvæðinu. Í greininni er rakið að efni ákvæðisins hefur ráðist af röngum skilningi Réttarfarsnefndar á inntaki 1. mgr. 72. gr. laga um meðferð opinberra mála, sem ákvæðið átti að leysa af hólmi samkvæmt athugasemdum við frumvarp til laga um meðferð sakamála.

Nánar

Reglur og íslenskar aðstæður

Það eru ekki ný tíðindi að við búum í afar fámennu ríki. Þær þjóðir sem „við viljum bera okkur sama við“ eins og oft er ritað og rætt eru að sama skapi almennt margfalt fjölmennari. Að erlendri fyrirmynd setjum við okkur flóknar reglur, sem oft á tíðum eru beinlínis samdar af öðrum af öðrum þjóðum. Oft skortir á innleiðingu og kynningu á þessu mikla reglumagni, enda er hið opinbera og einkageirinn sjálfur ekki með mannskap í alla þá vinnu sem þyrfti að fara fram til að halda í við flækjustigið.

Nánar

Stefnubreyting í skattarefsimálum?

Greina má verulega stefnubreytingu í dómsniðurstöðum sem fallið hafa síðustu misseri er varða refsiábyrgð stjórnenda vegna vanskila á svokölluðum rimlagjöldum. 

Nánar

Ítölsk yfirvöld telja Apple skulda  879 milljón evra í skatta.

Skattastrúktúrar sem tengjast Írlandi hafa á síðustu árum verið teknir til endurskoðunar hjá skattyfirvöldum innan margra Evrópuríkja. Um árabil hafa þeir verið nýttir í þeim tilgangi að lágmarka skattgreiðslur fjölþjóðlegra fyrirtækja, en sæta nú harðri gagnrýni. Nú er röðin komin að Apple.

Nánar

Tekjur og eignir í skattaskjóli

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur skilað af sér drögum að svokölluðum griðareglum. Tillögurnar miða við að  einstaklingum og fyrirtækjum sé veittur griður frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016 til að óska að eigin frumkvæði eftir leiðréttingu á álögðum opinberum gjöldum vegna óframtalinna tekna eða eigna erlendis.

Nánar

Ákvarðandi bréf RSK - Virðisaukaskattur af starfsemi fjármálafyrirtækja

Við vekjum athygli á ákvarðandi bréfi Ríkisskattstjóra nr. 1095/2015, þar sem fjallað er um virðisaukaskatt af starfsemi fjármálafyrirtækja.

Nánar

Er unnt að byggja á keyptu gögnunum? 

Mörg álitaefni vakna í tengslum við fyrirhuguð kaup skattrannsóknarstjóra á upplýsingum um eignir íslenskra aðila í skattaskjólum. 

Nánar

Áhugaverð skattamál á nýliðnu ári

Í kjölfar áramóta er ekki úr vegi að horfa um öxl og velta fyrir sér hvaða lexíur læra megi af nýliðnu ári. Því þótti mér tilvalið að rifja upp nokkur áhugaverð mál af vettvangi skattaréttar.

Álitaefnin sem hér verður fjallað um eiga það sammerkt að hafa verið nokkuð uppi á pallborðinu á síðasta ári og kunna að hafa veigamikil áhrif á sviði endurskoðunar til framtíðar. Ég hef ákveðið að takmarka mig við þrjú ólík umfjöllunarefni, en það er ljóst að taka mætti mun fleiri mál til skoðunar. Þá þolir hvert umfjöllunarefni um sig mun ítarlegri umfjöllun, en þá sem hér fer á eftir, sem vonandi gefst færi á að gera síðar.

Nánar

Aðalmeðferð ákveðin í fyrstu verðtryggingarmálunum

Draga fer til tíðinda í fyrstu málum lántakenda gegn lánveitendum er varða lögmæti verðtryggingar.

Nánar

Nýsköpunarlandið og kaupréttir

Íslenskir stjórnmálamenn hafa löngum talað mikið og fallega um mikilvægi nýsköpunar á Íslandi og ýmislegt hefur sannarlega verið gert til að bæta umhverfið hér á landi á undanförnum árum. Betur má þó ef duga skal. 

Nánar

Eiga yfirvöld að sýsla með þýfi?

Í síðustu viku bárust fregnir af því að skattrannsóknarstjóri hefði sent fjármálaráðuneytinu greinargerð, þar sem fjallað er um gögn sem talin eru geta gefið vísbendingar um möguleg skattaundanskot Íslendinga. Er það nú verkefni ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin. 

Nánar

Atvinnulífið og eftirlitsstofnanir

Flestir þekkja þá vísireglu að góð samskipti geta heiminn bætt. Má segja að þetta geti átt við í nánast öllum tilvikum og má heimfæra á ótalmörg dæmi, stór sem sem smá. Oft er hins vegar mun auðveldara að tala um bætt samskipti án þess að ráða í reynd bót á þeim. Er þá sökudólgurinn oft á tíðum áralöng venja sem útilokað virðist að brjóta upp.

Nánar

Er VSK uppgjör sérstaks saksóknara í samræmi við lög?

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar leiddi eitt og annað í ljós. Umfang aðkeyptrar þjónustu, sem ber með sér að hafa verið keypt án virðisaukaskatts, vakti athygli okkar.

Nánar

Tvöföld refsing í skattbrotamálum

Nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu vekur spurningar um hvort að íslenskar málsmeðferðarreglur í skattbrotamálum kunni að stríða gegn mannréttindasjónarmiðum. Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir kunnu að eiga skaðabótakröfu á hendur ríkinu.

Nánar

Rannsóknarheimildir yfirvalda

Á síðustu vikum hafa rannsóknarheimildir sérstaks saksóknara hlotið töluverða umræðu, einkum vegna þess að í ljós kom að embættið hafi brotið á réttindum sakborninga. Þannig komst upp um að samtöl sakborninga við verjendur sínar höfðu verið tekin upp, og ekki gætt að því að þeim yrði eytt, sem er hreint og klárt brot á réttindum sakborninga.

Nánar

Siðleysi gjaldeyrishafta

Vangaveltur um þá aðstæður sem gjaldeyrishöft búa fólki og fyrirtækjum hér á landi. Má halda því fram að í hafta samfélagi ríki ákveðið siðleysi?

Nánar

Höft innan hafta

Eins og flestum Íslendingum er kunnugt þá ríkja gjaldeyrishöft á Íslandi sem var komið á í kjölfar hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Í hugum margra sem stunda viðskipti á Íslandi þá eru höftin fyrst og fremst sett til að koma í veg fyrir útflæði erlends gjaldeyris í þeim tilgangi að verja gengi krónunnar gegn falli.

Nánar

Réttlæti og rimlagjöld

Lengi hafa stjórnarmenn í íslenskum félögum haft af því áhyggjur að þeir kunni að verða dæmdir sekir fyrir refsivert brot vegna þess að starfsmenn viðkomandi félags skili ekki virðisaukaskatti eða staðgreiðslu skatta af launum. Íslenska kerfið hefur nefnilega verið nokkuð miskunnarlaust gagnvart stjórnarmönnum í slíkum tilvikum, því ef þeim láðist að átta sig á þessu þá hefur þeim jafnan verið refsað með gríðarháum sektum, samfélagsþjónustu eða fangelsisvist.

Nánar

Hugleiðingar um Toyota-málið - annar hluti

Á síðasta ári féll dómur Hæstaréttar í máli nr. 555/2012, sem oft hefur verið nefnt Toyota-málið. Grein þessi er önnur grein af þremur sem inniheldur hugleiðingar greinarskrifara um dóminn og áhrif hans.

Nánar

Hugleiðingar um Toyota-málið - fyrsti hluti

Dómur í hinu svokallaða Toyota-máli mun án vafa hafa umtalsverð áhrif á íslenskan skattarétt til framtíðar. Grein þessi er fyrsta grein af þremur sem inniheldur hugleiðingar greinarskrifara um dóminn og áhrif hans.

Nánar

Birting úrskurða yfirskattanefndar

Eftir því sem álitamálum fjölgar hjá yfirskattanefnd snarfækkar birtum úrskurðum nefndarinnar. Þannig vekur það sérstaka athygli að nefndin birti aðeins tvo úrskurði árið 2011 og fimm árið 2012, þrátt fyrir að á síðustu 10 árum hafi ekki áður sést viðlíka fjöldi mála fyrir nefndinni. Þó hlýtur teljast líklegt að á einmitt þessum árum hafi verið að falla úrskurðir sem hafi haft hvað mest erindi til almennings, vegna fordæmisgildis þeirra í kjölfar lagabreytinga.

Nánar

Er nýsköpun að fara í vaskinn?

Virðisaukaskattur kann að vera dragbítur á íslenskri nýsköpun.

Nánar

Nýsköpun og skattar

Hjól íslenskrar nýsköpunar og frumkvöðlageirans hafa verið að taka við sér og hafa viðskiptabankar í auknum mæli komið að þeirri umgjörð. Hið opinbera getur einnig gert meira til að bæta almennt regluverk til að liðka slíka starfsemi, þá sérstaklega á sviði skatta- og félagaréttar. Fjölda dæma sýna að núverandi regluverk dragi úr svigrúmi og möguleikum fólks til að hefja og fjármagna rekstur, m.a. reglur um skattlagningu kaupréttar.

Nánar

Forgangsmál fjármálaráðherra

Sértækir skattaafslættir til frumkvöðlafyrirtækja, sem gagnast fáum fyrirtækjum og eru háð þröngum skilyrðum, hafa lítið að segja þegar kraftur er um leið dreginn úr öllu atvinnulífinu. Skapa ætti almenna hvata til handa atvinnulífinu hvort sem fyrirtæki eru lítil eða stór. Mismunun í því formi að refsa hluthöfum sem starfa hjá eigin fyrirtækjum með hærri sköttum er ekki með neinu móti réttlætanleg heldur ætti einmitt að hvetja til stofnunar slíkra fyrirtækja. 

Nánar

Hinn óstöðugi löggjafi

Setning laga sem takmarka útgreiðslur erlends gjaldeyris sérstaklega á óvart og var raunar enn ótrúlegra að heyra flutningsmenn frumvarpsins tala um að með henni væri verið að koma í veg fyrir sniðgöngu gjaldeyrishaftanna, væntanlega til að afla fylgis á Alþingi og meðal almennings.

Nánar

Stefán Ólafsson og skattaumræðan

Eru íslensk fyrirtæki sérstaklega skattpínd í samanburði við aðrar þjóðir? Villandi er að líta eingöngu á skatthlutföll þegar ræða á hversu há eða lág skattlagning er. Heildstæð mynd af skattlagningu íslenskra fyrirtækja í samanburði við aðrar þjóðir fæst við að huga að mörgum þáttum og er ekki rauntækt að bera saman skattbyrði hér og í stórum ríkjum heims, eins og um sambærileg ríki sé að ræða.

Nánar

Hvað er meðalhóf?

Meðalhófsreglan felur ekki eingöngu í sér lagareglu fyrir stjórnvöld heldur er hún einnig góður vegvísir fyrir stjórnvöld í samskiptum við borgarana. Í því sambandi má nefna sérstaklega að fjöldi hlerana og húsleita, sem framkvæmdar eru með sérkennilega reglulegum hætti hjá helstu fyrirtækjum landsins, hlýtur annað hvort að þýða verulegt vandamál í almennri löghlýðni landsmanna eða að yfirvöld eru að ganga of langt miðað við tilefni.

Nánar

Ógnvægileg þróun gjaldeyrishaftanna

Aðgengi stjórnvalda að þeim rannsóknarúrræðum sem ganga hvað næst friðhelgi einkalífsins, símhlerunum og húsleitarheimildum, virðast svo til engin takmörk sett og raunar í litlu samræmi við það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við.

Nánar

Hagstætt skattkerfi = erlend fjárfesting

Erlend fjárfesting á Íslandi er í sögulegu lágmarki. Á hinu fámenna og afskekkta Íslandi virðast stjórnvöld trúa því að erlendir fjárfestar hafi áhuga á að stunda hér starfsemi án nokkurs skattalegs hvata. Þvert á móti þurfa skattyfirvöld að víkja frá þröngri og íhaldsamri túlkun skattalaga og ganga lengra í því að setja ívilnandi reglur án þess það gangi gegn skuldbindingum skv. EES-samningnum.

Nánar

Atlagan gegn fjárfestingum – skattlagning vaxtagreiðslna

Undirritaðir boðuðu frekari umfjöllun um það sem virðist kerfisbundin atlaga stjórnvalda að fjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Í þessari grein er lagt fram enn eitt dæmi um sérkennilega, og skemmandi stefnu í skattamálum sem hefur verið við líði sl. þrjú ár.

Nánar

Atlagan gegn fjárfestingum - skattlagning arðgreiðslna

Verulegar breytingar á íslensku skattkerfi hafa einkennst af meira kappi en forsjá, en slíkar örar og vanhugsaðar skattbreytingar hafa beinlínis hrakið fyrirtæki með miklar skatttekjur úr landi. Lögfesting svokallaðaðrar 20/50 reglu, gerði fjárfestingar í eigin atvinnurekstri sérstaklega óhagstæðar og hefur haft umtalsverð áhrif á næstum öll lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi þannig að nú er landsmönnum refsað fyrir fjárfestingar og atvinnusköpun með aukinni skattbyrði. 

Nánar

Nýr fjársýsluskattur

Rökin fyrir setningu laga um sérstakan fjársýsluskatt sem lagður er á fjármálafyrirtæki, voru þau að fjármálafyrirtæki landsins eru undanþegin virðisaukaskattskyldu og að þau hafi hlotið mikla fjárhagsaðstoð af hálfu hins opinbera í kjölfar hrunsins. Gefið er í skyn að þau hafi verið í öfundsverðri stöðu fyrir, en þvert á móti sitja fjármálafyrirtæki uppi með meiri skattbyrði en virðisaukaskattskyldar atvinnugreinar sem hefur verulega neikvæð áhrif.

Nánar

Dýr mistök löggjafans

Afdráttarskattar á vexti leggjast fyrst og fremst á greiðendur vaxtanna, en ekki móttakanda. Þessi skattur mun valda íslenskum fyrirtækjum vandkvæðum og takmarka möguleika þeirra til að sækja sér lánsfjármagn erlendis.

Nánar

Er aflétting kvaðar skattskyld hlunnindi?

Í dómi Hæstaréttar nr. 626/2010 var tekist á um það hvort starfsmaður gæti talist hafa notið skattskyldra hlunninda frá vinnuveitanda sínum vegna kaupsamnings þeirra á milli er varðaði kaup og sölu hlutabréfa í vinnuveitandanum. Hafnaði Hæstiréttur beitingu ríkisskattstjóra á raunveruleikareglunni og taldi að líta bæri til orðalags kaupsamningsins og hvort stafsmaðurinn hefði samkvæmt honum hlotið starfstengd hlunnindi. 

Nánar

Leiðrétting gengistryggðra lána skattskyld?

Undanfarið hefur mikið verið rætt um eftirgjöf skulda, jafnt fyrirtækja sem einstaklinga. Skattaleg meðferð slíkrar eftirgjafar hefur einnig borið á góma, þó minna hafi farið fyrir þeim þætti málsins. Samkvæmt meginreglunni telst slík eftirgjöf að fullu til skattskyldra tekna hjá þeim sem nýtur.

Nánar