Faglegt efni

Er VSK uppgjör sérstaks saksóknara í samræmi við lög?

27.7.2014

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar leiddi eitt og annað í ljós. Umfang aðkeyptrar þjónustu, sem ber með sér að hafa verið keypt án virðisaukaskatts, vakti athygli okkar.

Á þessum vettvangi hefur verið fjallað um óskýrar reglur um virðisaukaskatt af þjónustu sem keypt er erlendis frá. Hafa allnokkrir þurft að sæta endurálagningu skatts, sex ár aftur í tímann, hafi þeir ekki hagað uppgjöri virðisaukaskatts af erlendri þjónustu í samræmi við túlkun skattyfirvalda á hverjum tíma.

Á tíðum hefur sú túlkun þótt breytast eftir stefnum og straumum hverju sinnu, sem væri í lagi í sjálfu sér, ef slíkar breytingar fælu ekki í sér endurálagningu skatts afturvirkt.

Í tengslum við virðisaukaskatt af þjónustu sem keypt er erlendis frá vakti svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um verktakakostnað embættis sérstaks saksóknara eftirtekt okkar. 

Eins og oft áður kalla góð svör við einni spurningu á enn fleiri spurningar, til dæmis: