Faglegt efni

Tekjur og eignir í skattaskjóli

Tillögur starfshóps að griðareglum

11.3.2015

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur skilað af sér drögum að svokölluðum griðareglum. Tillögurnar miða við að  einstaklingum og fyrirtækjum sé veittur griður frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016 til að óska að eigin frumkvæði eftir leiðréttingu á álögðum opinberum gjöldum vegna óframtalinna tekna eða eigna erlendis.

Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur skilað af sér drögum að svokölluðum griðareglum. Tillögurnar miða við að  einstaklingum og fyrirtækjum sé veittur griður frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016 til að óska að eigin frumkvæði eftir leiðréttingu á álögðum opinberum gjöldum vegna óframtalinna tekna eða eigna erlendis.

Komi aðili fram af eigin frumkvæði með þessum hætti þarf hann ekki að sæta þeim almennu refsingum sem kveðið er á um í 109. gr. tekjuskattslaga, nr. 90/2003. Þess í stað er lagt til að sá hinn sami sæti sérstöku álagi, sem löggjafinn ákvarðar í tengslum við innleiðingu frumvarpsins, verði það lagt fram. Sjá nánar hér.

Í drögum starfshópsins er eftirtalið dæmi tekið, sem sýnir hvaða meðferð þeir aðilar sem óska að eigin frumkvæði eftir leiðréttingu geta vænst, ef miðað yrði við 35% álag, í stað hefðbundinnar refsingar.

Í tilfelli hlutafélaga má sjá hver munur á gildandi rétti og tillögum starfshópsins. 

Einkahlutafélag

Gildandi réttur Álag 35%
Vantaldar tekjur 20.000.000 20.000.000
Álag á vantalinn skattstofn 25% 35%
Álag á vantaldar tekjur 5.000.000 7.000.000
Tekjuskattur til greiðslu 5.000.000 5.400.000
Lágmarkssekt skv. 109. gr. TSL 7.000.000 0
Hámarkssekt skv. 109. gr. TSL 39.000.000 0

Í töflunni hér að neðan, þar sem sama dæmi er tekið í tilfelli einstaklings, er miðað við við að tekjurnar lendi í efsta þrepi tekjuskatts einstaklinga, 46,24%.

Einstaklingur Gildandi réttur Álag 35%
Vantaldar tekjur 20.000.000 20.000.000
Álag á vantalinn skattstofn 25% 35%
Álag á vantaldar tekjur 5.000.000 7.000.000
Tekjuskattur og útsvar til greiðslu 11.560.000 12.484.800
Lágmarkssekt skv. 109. gr. TSL 16.184.000 0
Hámarkssekt skv. 109. gr. TSL 90.168.000 0

Það sem hafa verður í huga að í drögunum er miðað við að þessi leið standi ekki þeim til boða sem sæta skoðun vegna skatteftirlits, þ.e. ef þegar er hafið skatteftirlit, skattrannsókn eða lögreglurannsókn á framtalskilum viðkomandi og það sama á við ef hafin er rannsókn á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Eftir að ríkisskattstjóri hefur samþykkt beiðni um þessa ívilnandi meðferð og lagt á skatt í samræmi við framkomin gögn ber að greiða álagðan skatt innan 10 daga.