Faglegt efni

Ítölsk yfirvöld telja Apple skulda  879 milljón evra í skatta.

24.3.2015

Skattastrúktúrar sem tengjast Írlandi hafa á síðustu árum verið teknir til endurskoðunar hjá skattyfirvöldum innan margra Evrópuríkja. Um árabil hafa þeir verið nýttir í þeim tilgangi að lágmarka skattgreiðslur fjölþjóðlegra fyrirtækja, en sæta nú harðri gagnrýni. Nú er röðin komin að Apple.

Ítölsk yfirvöld hafa rannsakað skattskil Apple vegna áranna 2008-2013 og komist að þeirri niðurstöðu að Apple skuldi skatta að fjárhæð 879 milljón evra. Málið er til komið vegna tekna sem Ítölsk yfirvöld telja að beri að greiða tekjuskatt af á Ítalíu. Tekjurnar hafa hins vegar verið tekjufærðar í írsku móðurfélagi.

Reuters fjallar um málið á vef sínum, en þar kemur einnig fram að Ítölsk skattyfirvöld hafði áður rannsakað Apple vegna áranna 2007-2009 og ekki gert athugasemdir við skattskilin í kjölfar þeirrar rannsóknar.