Andri Gunnarsson

Lögmaður - Eigandi

Bakgrunnur

Andri hefur undanfarin ár unnið sem lögfræðilegur ráðgjafi íslenskra og erlendra fyrirtækja á sviði félaga-, skatta- og samningaréttar og við kaup og sölu fyrirtækja. Hann hefur einnig starfað umtalsvert fyrir íslensk fyrirtæki sem reka starfsemi erlendis auk þess að stýra fjöldamörgum áreiðanleikakönnunum og sérhæfðum verkefnum á sviði lögfræði. Andri er stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og kennir þar skattarétt og alþjóðlegan skattarétt.  Auk þessa hefur Andri setið í stjórn fjölda félaga.

Andri hefur réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi og er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lagadeild Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Sérsvið hans eru félaga-, samninga- og skattaréttur, alþjóðleg samskipti og kaup og sala fyrirtækja.

Sérhæfing: Skatta-, samninga- og félagaréttur.

Ferilskrá

Menntun

 • LL.M í félagarétti Stanford University 2013.
 • ML lögfræði Háskólinn í Reykjavík 2007.
 • BA lögfræði Háskólinn í Reykjavík 2005.

Ferill

 • Nordik lögfræðiþjónusta, eigandi, 2010-núverandi.
 • Deloitte hf., skatta- og lögfræðisvið. Fulltrúi (frá 2005) og verkefnastjóri (frá 2007), 2005-2007.

Kennsla

 • Háskólinn í Reykjavík, stundakennari við lagadeild og viðskiptadeild. 


Hefur verið stundakennari í eftirfarandi námskeiðum:

 • Skattaréttur
 • Alþjóðlegur skattaréttur I.
 • Alþjóðlegur skattaréttur II.
 • Uppgjör og Skattskil.
 • Skattaskipulagning.
 • Leiðbeinandi lokaritgerða nemenda við Háskólann í Reykjavík.

Útgáfa

 • Kennslurit í skattarétti, 2010-2013 (óbirt).
 • Fjöldi annarra smærri greina sem birst hafa í dagblöðum og á veraldarvefnum.

Annað

 • Ritstjóri fyrsta tölublaðs Tímarits Lögréttu, ritrýnds tímarits á vegum nemendafélags laganema við Háskólann í Reykjavík.
 • Stjórnarmaður í Lögréttu, nemendafélags laganema við Háskólann í Reykjavík.
 • Stjórnarmaður hjá Keahótels ehf. og Íshestar ehf.