Bogi Nilsson
Lögmaður - Ráðgjafi
Bakgrunnur
Bogi er fyrrverandi rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, ríkislögreglustjóri og síðast ríkissaksóknari. Bogi gekk til liðs við Nordik, sem ráðgjafi, árið 2011.
Ferilskrá
Menntun og störf
- Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1968.
- Fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu, 1968.
- Bæjarfógeti á Eskifirði og sýslumaður í Suður-Múlasýslu, 1976.
- Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, 1986.
- Ríkislögreglustjóri, 1997.
- Ríkissaksóknari, 1998-2007.
Nefndarstörf
- Átti sæti í ýmsum nefndum sem sýslumaður, 1976-1986.
- Í nefnd til að fjalla um og gera tillögur um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds. (Breytingar á dómstólaskipan tóku gildi 1. júlí 1992) 1987-1988.
- Í nefnd til að fjalla um og gera tillögur um skipulag lögreglunnar, 1992-1993. Þann 1. júlí 1997 tóku gildi ný lögreglulög sem að stofni til voru reist á tillögum nefndarinnar.
- Í refsiréttarnefnd, 1998-2003.