Einar Páll Tamimi

Lögmaður - Eigandi

Bakgrunnur

Einar Páll Tamimi hefur víðtæka reynslu á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Áður hefur hann m.a. starfað sem lögfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, yfirlögfræðingur hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og stjórnarformaður Evrópuréttarstofnunar skólans auk þess að hafa gegnt stöðu framkvæmdastjóra lögfræði- og regluvörslusviðs Glitnis banka. 

Einar Páll Tamimi lauk embættisprófi frá Lagadeild Háskóla Ísland 1994. Hann hefur lokið meistaranámi frá þremur erlendum háskólum; í þjóðarétti frá Háskólanum í Helsinki (1996), frá Lagaskóla Harvard háskóla, Cambridge, MA (1997) og í alþjóðlegum efnahags- og viðskiptarétti frá Kyushu háskóla í Fukuoa í Japan (1998).

Sérsvið: Evrópuréttur, fjármunaréttur og fjármálamarkaðsréttur.