Hjörleifur Kvaran
Lögmaður - Eigandi
Bakgrunnur
Hjörleifur starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg, sem skrifstofustjóri borgarverkfræðings, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar og borgarlögmaður. Árið 2003 réðst hann til Orkuveitu Reykjavíkur sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs fyrirtækisins. Hjörleifur gegndi starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur 2007 til 2010.
Hjörleifur hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Ferilskrá
Menntun
- Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, 1971.
- Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, 1976.
- Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, 1979.
- Réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti, 1992.
Ferill
- Fulltrúi á skrifstofu borgarverkfræðings, 1976-1982.
- Skrifstofustjóri borgarverkfræðings, 1982-1985.
- Framkvæmdastjóri Ísfilm hf., 1985.
- Skrifstofustjóri borgarverkfræðings, 1986-1987.
- Framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar, 1987-1994.
- Borgarlögmaður, 1994-2003.
- Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur, 2003-2007.
- Settur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, 2007.
- Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, 2008-2010.
- Sjálfstætt starfandi lögmaður og eigandi Nordik lögfræðiþjónustu, 2011-núverandi.
Trúnaðarstörf
- Ritari stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar,1980-1984 og 1986-1987.
- Ritari skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar,1982-1984 og 1986-1987.
- Formaður nefndar um endurbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju en nefndin annaðist rekstur eyjarinnar um tíma,1987-1995.
- Fulltrúi borgarstjóra í starfskjaranefnd, 1987-1995.
- Í stjórn Stjórnunarfélags Íslands, 1990-1994.
- Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Skipulagsstjórn ríkisins, (formaður 1996 – 1997), 1990-1997.
- Formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag á Reykjanesi, 1992-1996.
- Varaformaður byggingarnefndar Borgarholtsskóla, 1993-1999.
- Fulltrúi borgarstjóra í samvinnunefnd Reykjavíkurborgar,1993-2004 og frá 2006 og Leikfélags Reykjavíkur, nú hússtjórn, formaður 1991-1999.
- Fulltrúi Reykjavíkurborgar í bráðabirgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur, 1995-1997.
- Formaður samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, 1996-2002.
- Í stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur (Sjúkrahúss Reykjavíkur), 1997-1998.
- Í stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar, 2002-2005.
- Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfsnefnd um þjóðlendur, 2002-2007.
- Stjórnarformaður Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, 2007-2009.
- Fulltrúi Samorku í nefnd iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um Rammaáætlun II, 2007-2010.
- Í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, 2008-2010.
- Í stjórn Enex hf., 2008-2010.
Þáttaka í samningu lagafrumvarpa og reglugerða>
Hefur verið fulltrúi Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nefndum sem hafa verið falið að semja lagafrumvörp og reglugerðir s.s:
- Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, síðar lög 81/1991.
- Frumvarp til skipulags- og byggingarlaga, nú lög 73/1997.
- Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, nú lög 106/2000.
- Frumvarp til laga um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, nú lög 139/2001.
- Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, nú lög 32/2004.
- Frumvarp til vatnalaga, nú lög 20/2006.
- Skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
- Reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005.
- Reglugerð um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 297/2006.