Lína Ágústsdóttir

Lögmaður - Löggiltur fasteignasali

Bakgrunnur

Lína gekk til liðs við Nordik árið 2013, en hún lauk meistaranámi í lögfræði við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla í ársbyrjun 2013 og grunnámi í lögfræði við lagadeild Háskólans í Reykjavík í ársbyrjun 2011. Áður en Lína réðst til  starfa hjá Nordik starfaði hún sem löglærður saksóknarfulltrúi hjá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lína sinnir almennri lögfræðiþjónustu hjá Nordik.

Lína hefur reynslu af margskonar félagsmálum, en samhliða námi við Háskólann í Reykjavík var hún m.a. í skemmtinefnd Lögréttu og sjálfboðaliði í Lögfróði Lögfræðiþjónustu Lögréttu.

Sérhæfing: Félaga-, kröfu- og samningaréttur, kaup og sala fasteigna.

Ferilskrá

Menntun

  • Cand.jur. frá Københavns Universitet, 2013.
  • BA.jur. frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík, 2011.
  • Diploma í spænsku frá Malaga Instituto, 2007.
  • Stúdentspróf af málabraut frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar, 2006.

Ferill

  • Nordik Lögfræðiþjónusta slf., fulltrúi, 2013-núverandi.
  • Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (LSS), saksóknarfulltrúi, 2013.

Félagsstörf

  • Eversheds lögmannsstofa, Sjálfboðastarf við íslenskt mannréttindamál, 2011.
  • Háskólinn í Reykjavík, var sjálfboðaliði í Lögfróði, Lögfræðiþjónustu Lögréttu þar sem laganemar veita ókeypis lögfræðiráðgjöf til almennings, og sat í skemmtinefnd nemendafélagsins Lögréttu, 2008-2010.
  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, fulltrúi nýnema, og sat í skemmtinefnd nemendafélagsins NFFG, 2006.